Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 01. ágúst 2022 19:50
Ívan Guðjón Baldursson
Leipzig að vinna kapphlaupið um Werner
Werner skoraði 95 mörk í 159 leikjum með Leipzig.
Werner skoraði 95 mörk í 159 leikjum með Leipzig.
Mynd: Getty Images

Þýskir fjölmiðlar eru vissir um það að RB Leipzig sé að vinna kapphlaupið um þýska framherjann Timo Werner.


Werner vill snúa aftur til Leipzig þrátt fyrir áhuga frá Newcastle United og Juventus. Hann er reiðubúinn til að taka á sig verulega launalækkun til að spila fyrir Leipzig og hafna betri samningstilboðum frá öðrum félögum.

Werner var algjör markavél hjá Leipzig en svo var hann keyptur til Chelsea og hefur aðeins skorað 23 mörk í 89 leikjum. Hann gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Chelsea ef samkomulag næst um félagsskipti í sumar.

Chelsea er reiðubúið til að selja Werner til Leipzig ef það hjálpar félaginu að krækja í króatíska varnarmanninn Josko Gvardiol sem er sagður vera efstur á óskalista Thomas Tuchel.


Athugasemdir
banner
banner