Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fim 01. september 2022 23:46
Ívan Guðjón Baldursson
Aubameyang kominn til Chelsea (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Chelsea er búið að festa kaup á Pierre-Emerick Aubameyang sem kemur frá Barcelona.


Ekki er greint frá samningslengdinni en fjölmiðlar eru sammála um að Aubameyang hafi skrifað undir tveggja ára samning með möguleika á eins árs framlengingu ef ákveðnum skilyrðum verður mætt varðandi leikjafjölda.

Aubameyang er 33 ára gamall og fór á frjálsri sölu frá Arsenal til Barcelona í janúar eftir að hafa verið sviptur fyrirliðabandinu í Lundúnum. Hann fer núna til fjandliðs í Norður-London og getur ekki búist við hlýrri móttöku þegar hann mætir Arsenal á Emirates.

Auba skoraði 11 mörk í 17 deildarleikjum með Barcelona í vor en þar áður hafði hann skorað 92 mörk í 163 leikjum hjá Arsenal og gefið 21 stoðsendingu.

Chelsea er talið borga um 10 milljónir punda fyrir sóknarmanninn reynda. Marcos Alonso fer í hina áttina á frjálsri sölu eftir að hafa endað samninginn við Chelsea. 

Chelsea endaði samninginn hjá Alonso til að fá afslátt á kaupverðinu á Aubameyang.

Hann er annar leikmaðurinn sem gengur í raðir Chelsea í dag eftir að félagið keypti Wesley Fofana fyrir rúmar 70 milljónir punda. Aubameyang bætist við áhugaverða sóknarlínu Chelsea þar sem fyrir má finna menn á borð við Kai Havertz, Raheem Sterling og Hakim Ziyech. 

Michy Batshuayi og Armando Broja eru í leikmannahópi Chelsea og gætu veitt Aubameyang samkeppni. Batshuayi veitti Aubameyang góða samkeppni þegar þeir voru saman hjá Borussia Dortmund fyrir rúmum fjórum árum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner