Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 01. október 2019 15:45
Magnús Már Einarsson
Crouch borgaði leigubilstjóra 90 þúsund krónur til að ná í nærbuxur
Crouch fagnar marki hjá Liverpool.
Crouch fagnar marki hjá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Peter Crouch, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur verið duglegur að segja skemmtilegar sögur af ferlinum síðan hann lagði skóna á hilluna í sumar.

Abbey Clancy, eiginkona Crouch, rifjaði í dag upp fyndna sögu frá því þegar framherjinn átti leik með Liverpool á útivelli gegn Newcastle.

Crouch pungaði þá út 600 pundum (91 þúsund krónum) og lét leigubílstjóra sækja happa nærbuxur sem hann spilaði alltaf í.

„Ég fór einu sinni að versla með mömmu og við fundum happa nærbuxur og keyptum þær. Hann klæddist þeim í leikjum og gat ekki hætt að skora," sagði Clancy.

„Einn daginn var hann að spila gegn Newcastle og hann gleymdi þeim. Svo hann borgaði leigubílstjóra 600 pund til að fara og ná í þær," bætti Clancy við en ferðalagið frá Newcastle til Liverpool tekur rúmlega þrjá tíma aðra leið.
Athugasemdir
banner
banner
banner