
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er búin að skrifa undir nýjan samning við Íslandsmeistara Vals.
Adda, sem er 33 ára gömul, gekk í raðir Vals fyrir síðasta keppnistímabil og spilaði flesta leiki í Pepsi Max-deildinni. Hún er mikilvægur hlekkur í liðinu og hefur spilað 14 deildarleiki í sumar.
Adda, sem á 10 landsleiki að baki, tekur nýtt hlutverk að sér hjá Val þar sem hún mun einnig koma inn í þjálfarateymi liðsins.
Valur er á toppi Pepsi Max-deildarinnar sem stendur, þó aðeins einu stigi fyrir ofan Breiðablik sem á leik til góða.
Athugasemdir