Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 01. október 2020 21:39
Ívan Guðjón Baldursson
Bologna fær tvo Blika lánaða (Staðfest) - Með kauprétt
Hlynur Freyr í leik með U17.
Hlynur Freyr í leik með U17.
Mynd: Hulda Margrét
Greint er frá því á vefsíðu Breiðabliks að tveir ungir Blikar séu á leið til Bologna á lánssamningi fram á næsta sumar.

Blikarnir ungu heita Hlynur Freyr Karlsson og Gísli Gottskálk Þórðarson og eru þeir báðir fæddir 2004.

Bologna fær kauprétt með lánssamningnum og getur ítalska félagið því gengið frá kaupum á leikmönnunum á næsta ári.

Hinn 18 ára gamli Andri Fannar Baldursson er þegar á mála hjá félaginu og er partur af aðalliðinu.

„Þetta er frábært tækifæri fyrir hina bráðefnilegu leikmenn og sýnir enn og aftur að Breiðablik er fremst í flokki íslenskra liða þegar kemur að þróun og tækifærum fyrir unga og efnilega leikmenn," segir á vefsíðu Blika.

„Leikmennirnir halda til Bologna strax á morgun.

„Blikar eru afar stolt af þessum ungu og efnilegu leikmönnum og óskar þeim alls hins besta á erlendri grundu."

Athugasemdir
banner
banner
banner