Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 01. október 2020 11:57
Elvar Geir Magnússon
Svona gætu drauma- og martraðariðlar Liverpool og Man Utd litið út
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Í dag klukkan 15:00 verður dregið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Mirror velti fyrir sér mögulegum riðlum og hvernig drauma- og martraðariðlar Liverpool og Manchester United gætu litið út.

Liverpool er í efsta styrkleikaflokki í drættinum en Manchester United í öðrum styrkleikaflokki.

Mirror telur að rússneska liðið Zenit sé slakasti mögulegi andstæðingur United úr efsta styrkleikaflokki.

þegar kemur að martraðariðli gæti United lent með Evrópumeisturum Bayern München,

Draumariðill Liverpool: Shakhtar Donetsk, Olympiakos, Ferencvaros

Martraðariðill Liverpool: Atletico Madrid, Inter, Rennes

Draumariðill Man United: Zenit St Pétursborg, Olympiakos, Ferencvaros

Martraðariðill Man United: Bayern München, Inter, Rennes
Athugasemdir
banner
banner