Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
   lau 01. október 2022 19:30
Haraldur Örn Haraldsson
Ari Sigurpáls: Það eru svo geggjaðir fótboltamenn í þessu liði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ari Sigurpálsson leikmaður Víkings var hæstánægður eftir að liðið hans vann 3-2 gegn FH í dag í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Víkingur R.

„Bara geggjuð tilfinning, fyrsti titillinn í meistaraflokki eftir bara geggjað sumar."

Ari kom til Víkinga fyrir sumarið og hefur spilað virkilega vel í sumar þrátt fyrir ungan aldur.

„Það er ekkert mál að spila með þessum gæjum, það eru svo geggjaðir fótboltamenn í þessu liði sem kenna manni og geggjaðir þjálfarar, leiðbeina manni mikið og það er ekkert mál að koma inn í þetta lið."

Ari átti líkast til ekki að spila jafn mikið' og hann hefur í sumar en með góðri frammistöðu hefur hann eignað sér pláss í byrjunarliði Víkings.

„ Ég bjóst bara ekki við því að spila svona mikið og evrópuævintýrið og allt það, ég bjóst ekkert við því. En ég vissi að ef ég myndi standa mig myndi ég fá sénsinn."

Víkingar eru 8 stigum á eftir Breiðablik í deildinni og eina sem eftir er af tímabilinu er að reyna ná þeim.

„Auðvitað, það er að mínu mati alveg möguleiki, það er séns og við þurfum bara að vinna alla okkar leiki."

Sumir Víkings menn hafa talað um að Breiðablik á það til að hiksta þegar kemur að stóru stundunum er Ari sammála því?

„Nei ég ætla ekki að segja neitt um það en ég er HK-ingur og það væri súrt að sjá blikana vinna þetta þaning vonandi vinnum við tvöfalt líka."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir