Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   sun 01. október 2023 21:03
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Frábær endurkomusigur Atlético Madrid
Luis Suarez með þrennu í botnslagnum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fóru fjórir leikir fram í spænska boltanum í dag þar sem Atlético Madrid vann flottan endurkomusigur eftir að hafa lent tveimur mörkum undir á heimavelli gegn Cádiz.

Lucas Pires og Roger Marti komu Cadiz í tveggja marka forystu á fyrsta hálftíma leiksins og minnkaði Angel Correa muninn skömmu síðar, og var staðan 1-2 í leikhlé.

Heimamenn í Madríd skiptu um gír í síðari hálfleik og skoruðu tvö mörk til að snúa stöðunni við og sigra leikinn. Nahuel Molina skoraði strax í upphafi síðari hálfleiks, áður en Correa skoraði sitt annað mark sem reyndist að lokum sigurmarkið.

Atletico er í fjórða sæti með 16 stig eftir 7 umferðir, á meðan Cadiz er um miðja deild með 9 stig.

Real Betis skellti þá Valencia með þremur mörkum gegn engu þar sem Isco lagði annað mark leiksins upp fyrir Marc Roca.

Betis var talsvert sterkari aðilinn og verðskuldaði sigurinn, en liðið er með 12 stig eftir 8 umferðir - tveimur stigum meira en Valencia.

Osasuna er þá með 10 stig eftir nauman sigur á útivelli gegn tíu leikmönnum Alaves, á meðan Almería og Granada gerðu ótrúlegt sex marka jafntefli í botnslagnum.

Kólumbíumaðurinn Luis Suarez setti þrennu í fyrri hálfleik gegn sínum fyrrum liðsfélögum og átti Belginn Largie Ramazani allar stoðsendingarnar.

Gestirnir frá Granada byrjuðu síðari hálfleikinn á að klúðra vítaspyrnu en tókst samt að koma til baka til að jafna leikinn í 3-3.

Atletico Madrid 3 - 2 Cadiz
0-1 Lucas Pires ('12 )
0-2 Roger Marti ('27 )
1-2 Angel Correa ('32 )
2-2 Nahuel Molina ('46 )
3-2 Angel Correa ('66 )

Real Betis 3 - 0 Valencia
1-0 Assane Diao ('41 )
2-0 Marc Roca ('52 )
3-0 Abde Ezzalzouli ('85 )

Alaves 0 - 2 Osasuna
0-1 Jose Arnaiz ('36 )
0-2 Ante Budimir ('90 )
Rautt spjald: Antonio Blanco, Alaves ('49)

Almeria 3 - 3 Granada CF
1-0 Luis Suarez ('41 )
2-0 Luis Suarez ('44 )
3-0 Luis Suarez ('45 )
3-0 Antonio Puertas ('57 , Misnotað víti)
3-1 Bryan Zaragoza Martinez ('66 , víti)
3-2 Ricard Sanchez ('70 )
3-3 Myrto Uzuni ('86 )
Athugasemdir
banner
banner
banner