Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 01. nóvember 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool setur sig í samband við umboðsmann Marmoush
Omar Marmoush
Omar Marmoush
Mynd: EPA
Liverpool hefur formlega sett sig í samband við umboðsmann Omar Marmoush sem er á mála hjá þýska félaginu Eintracht Frankfurt. Þetta kemur fram á þýska miðlinum BILD.

Samkvæmt blaðinu sér Liverpool Marmoush sem arftaka Mohamed Salah, en sá síðarnefndi verður samningslaus eftir tímabilið og er algerlega óvíst hvort hann framlengi samning sinn.

Marmoush er 25 ára gamall sóknarmaður sem hefur skorað 11 mörk og gefið 7 stoðsendingar í 13 leikjum með Frankfurt í öllum keppnum á þessu tímabili.

Sóknarmaðurinn getur spilað sem fremsti maður en einnig á báðum vængjum, en hann passar fullkomlega inn í hugmyndafræði enska félagsins.

Samkvæmt BILD hefur Liverpool sett sig í samband við umboðsmann Marmoush og lýst formlega yfir áhuga á leikmanninum sem er verðmetinn á 60 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner