Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 01. desember 2020 22:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola eftir 0-0 jafntefli: Allir leikmennirnir frábærir
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Mynd: Getty Images
Manchester City tryggði sér 1. sætið í sínum riðli í Meistaradeildinni með markalausu jafntefli við Porto á útivelli í kvöld. City mun því mæta liði sem hafnar í öðru sæti í riðlakeppninni í 16-liða úrslitum keppninnar.

Úrslit kvöldsins:
Meistaradeildin: Liverpool áfram í 1. sæti - Hvað gerist í B-riðli?

Leikurinn var ekki sérlega skemmtilegur, en Guardiola var ánægður með margt í leik síns liðs.

„Ég vil óska liðinu mínu til hamingju með leikinn og með að vinna riðilinn. Við spiluðum til að vinna leikinn, en við fengum ekki mark eða hornspyrnu á okkur allan leikinn. Porto er eitt besta liðið í Portúgal, mjög líkamlega sterkt lið. Við gerðum mjög vel, en náðum því miður ekki að skora. Allir leikmennirnir voru frábærir," sagði Guardiola eftir leikinn.

„Við náðum ekki að skora, en við spiluðum mjög vel með ótrúlegum persónuleika. Það voru margir hlutir inn á vellinum sem voru magnaðir."
Athugasemdir
banner
banner