Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 01. desember 2020 21:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sara gæti leitt Ísland út á Old Trafford - „Það er ágætis tilhugsun"
Icelandair
Sara Björk er fyrirliði Íslands.
Sara Björk er fyrirliði Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland verður á meðal þáttökuþjóða á Evrópumótinu 2022 í Englandi. Þessi tíðindi voru staðfest í kvöld.

Mótið fer fram á Englandi sumarið 2022. Það átti að fara fram næsta sumar en var frestað um eitt ár þar sem EM karla var sett á næsta sumar vegna kórónuveirufaraldursins.

Á mótinu verður meðal annars spilað á Old Trafford í Manchester, Bramall Lane í Sheffield, St. Mary's í Southampton og á sjálfum Wembley. Úrslitaleikurinn verður á Wembley.

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, var spurð á því á blaðamannafundi hvort það væri ekki spennandi tilhugsun að fá mögulega að leiða Ísland út á Old Trafford.

„Það er ágætis tilhugsun sko," sagði Sara.

„Ég held að þetta verði geggjað mót. Við erum að spila í Englandi og það eru geggjaðir leikvangar. Fyrir okkur og fyrir þjóðina er mikil tilhlökkun."
Athugasemdir
banner