Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 01. desember 2020 20:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Scholz með þrumufleyg - „Þetta lærði hann í Garðabænum"
Scholz í leik með Midtjylland.
Scholz í leik með Midtjylland.
Mynd: Getty Images
Mikael Neville Anderson og félagar í Midtjylland eru komnir yfir gegn Atalanta í Meistaradeildinni. Leikurinn er í Bergamo á Ítalíu og staðan því mjög óvænt.

Markið skoraði varnarmaðurinn Alexander Scholz. Hann skoraði með mjög góðu skoti í vítateignum.

„Þetta lærði hann í Garðabænum," sagði Guðmundur Benediktsson þegar Scholz skoraði.

Hinn 28 ára gamli Scholz lék með Stjörnunni í efstu deild á Íslandi árið 2012 en eftir góðan tíma í Belgíu hefur hann verið í lykilhlutverki hjá Midtjylland undanfarin tvö ár. Núna er hann kominn í danska landsliðið.

Scholz spilaði 23 leiki fyrir Stjörnuna í deild og bikar, og skoraði í þeim sjö mörk þrátt fyrir að vera varnarmaður.

Mark hans í kvöld má sjá hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner