banner
   þri 01. desember 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Spiluðu tólf eftir að leikmaður fór ekki út af
Bruccini horfði ekki á skiptiskiltið.
Bruccini horfði ekki á skiptiskiltið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áhugavert atvik átti sér stað í leik Cosenza og Salernitana í Serie B á sunnudaginn.

Cosenza tók þrefalda skiptingu á 75. mínútu leiksins en Mirko Bruccini, sem var einn af þeim sem áttu að fara af velli, áttaði sig ekki á því að búið væri að skipta honum út af.

Mirko spilaði áfram og leikmenn Cosenza voru því manni fleiri í nokkrar mínútur áður en dómarinn stöðvaði leikinn.

Bruccini var sendur út af og Abou-Malal Ba, sem kom inn á fyrir hann, fékk gula spjaldið.

Ba fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt skömmu síðar fyrir tæklingu. Cosenza hefur lagt fram kvörtun í kjölfarið þar sem félagið telur að dómarinn hafi borið ábyrgð á því að liðið lék manni fleiri og því hafi Ba ekki átt að fá að líta gula spjaldið.
Athugasemdir
banner
banner
banner