Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 01. desember 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hægt að kjósa mark Amöndu sem það besta á árinu
Amanda Andradóttir.
Amanda Andradóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Amanda Andradóttir á eitt af mörkum tímabilsins í norsku úrvalsdeildinni.

Mark sem hún skoraði í 4-0 sigri gegn Klepp síðasta sumar kemur til greina sem mark ársins.

Síðasta sumar fór fram kosning um mark mánaðarins í Noregi og vann Amanda með 42 prósent atkvæða. Það er vel hægt að segja að það hafi verið verðskuldað þar sem markið var stórkostlegt.

Amanda er aðeins 17 ára gömul. Hún var valin efnilegust á tímabilinu hjá Vålerenga, sem er eitt besta liðið í Noregi.

Amanda spilaði í gær sinn þriðja A-landsleik fyrir Ísland, í 4-0 sigri gegn Kýpur.

Hægt er að kjósa mark Amöndu sem besta mark ársins með því að fara á þessa síðu og greiða atkvæði.


Athugasemdir
banner
banner
banner