Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 01. desember 2021 19:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak æfir með Breiðabliki - Skýrist á næstu tveimur vikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson æfir þessa dagana með Breiðabliki og hefur hann verið sterklega orðaður við félagið. Ísak er samningsbundinn Norwich á Englandi og lék á láni með ÍA á síðasta tímabili.

Fleiri íslensk félög hafa áhuga á Ísaki og er ÍA þar á meðal. Þá eru erlend félög einnig að skoða miðjumanninn öfluga.

Sjá einnig:
Úrvalsdeildarfélag í Skotlandi skoðar Ísak Snæ
Ísak Snær í viðræðum við Breiðablik
„Munum reyna allt sem við getum til þess að fá hann aftur til okkar"

Ísak var í æfingahópi U21 árs landsliðsins í október og á að baki 23 leiki fyrir yngri landsliðin. Óvíst er hvar hann spilar á næsta tímabili.

„Þetta skýrist á næstu tveimur vikum. Það er ekki alveg komið á hreint," sagði Ólafur Garðarson.

Fréttaritari forvitnaðist hvort menn hjá Norwich væru erfiðir varðandi kröfur um greiðslur fyrir Ísak.

„Nei, þeir eru mjög sanngjarnir og eðlilegir," sagði Ólafur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner