Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 01. desember 2023 18:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arsenal í viðræðum við Tomiyasu og White
Mynd: EPA

Arsenal hefur verið á flugi undanfarið en liðið er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og tryggði sér farseðilinn í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar með 6-0 sigri á Lens í vikunni.


Arsenal var í titilbaráttu á síðustu leiktíð en missti flugið undir lokin og missti toppsætið að lokum til Manchester City.

Mikel Arteta er staðráðinn í að halda mönnum á tánum í ár og vill ná stöðugleika í liðið. Hluti af því er að halda lykilmönnum hjá liðinu næstu árin.

Takehiro Tomiyasu og Ben White eru í samningaviðræðum við félagið.

„Við höfum farið þessa leið undanfarin ár auk þess að styrkja hópinn. Fá stöðugleika í frammistöður. Svona ákvarðanir eru auðvitað mjög mikilvægar," sagði Arteta.


Athugasemdir
banner
banner
banner