Davies, Dibling, Wharton, Zirkzee, Tah og fleiri góðir koma við sögu
   fös 01. desember 2023 11:48
Elvar Geir Magnússon
Lengjubikarinn: Valur hefur titilvörnina gegn Fylki
Valur vann Lengjubikarinn á þessu ári.
Valur vann Lengjubikarinn á þessu ári.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag voru birt drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum á næsta ári. Valur vann keppnina á þessu ári og mun hefja titilvörnina með því að mæta Fylki samkvæmt þessum drögum.

Í A-deild karla eru liðin sem spila í Bestu deildinni og Lengjudeildinni. Leikin er einföld umferð í fjórum riðlum. Sigurvegarar riðlanna komast í úrslitakeppni mótsins. Samtals fjögur lið.

Lengjubikarinn er stærsta undirbúningsmótið í íslenskum fótbolta. Keppni hefst í byrjun febrúar á næsta ári.

A-deild karla:

Riðill 1:
Breiðablik
FH
Grindavík
Grótta
Keflavík
Vestri

Riðill 2:
Fram
Fylkir
ÍBV
ÍR
Valur
Þróttur

Riðill 3:
Fjölnir
HK
KR
Njarðvík
Stjarnan
Þór

Riðill 4:
Afturelding
Dalvík/Reynir
ÍA
KA
Leiknir
Víkingur

Á vef KSÍ má sjá leikjadrög og riðlaskiptingu í öllum deildum
Athugasemdir
banner