CF Montreal í MLS-deildinni tilkynnti í dag að félagið hefði nýtt sér ákvæði í samningi sínum við Róbert Orra Þorkelsson.
Róbert Orri var á samningi sem var að renna út núna um áramótin en í honum var möguleiki fyrir félagið að framlengja. Kanadíska félagið nýtti sérr það og er nú Róbert áfram samningsbundinn.
Róbert Orri var á samningi sem var að renna út núna um áramótin en í honum var möguleiki fyrir félagið að framlengja. Kanadíska félagið nýtti sérr það og er nú Róbert áfram samningsbundinn.
Róbert er 21 árs örvfættur varnarmaður sem lítið hefur spilað frá komu sinni til Montreal sumarið 2021. Á liðnu tímabili var hann tvisvar í byrjunaliðinu í 38 leikjum. Hann missti af síðustu tólf leikjunum vegna miðsla í nára.
Á tímabilinu í fyrra kom hann ellefu sinnum inn á sem varamaður en var aldrei í byrjunarliðinu og á fyrsta hálfa tímabilinu kom hann ekkert við sögu.
Róbert er U21 landsliðsmaður sem á að baki fimmtán leiki í þeim aldursflokki og fjóra leiki með A-landsliðinu.
#CFMTL’s roster moves:
— The Ball is Round Montreal ???? (@TBIRMontreal) December 1, 2023
Retained: Logan Ketterer, Róbert Thorkelsson, Ousman Jabang, and Ariel Lassiter
Dismissed: James Pantemis, Zachary Brault-Guillard, Ahmed Hamdi, Sean Rea, Jean-Aniel Assi, and Jojea Kwizera
Who was your biggest surprise? Your biggest disappointment? https://t.co/kuGWmh38AV
Athugasemdir