Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
banner
   fös 01. desember 2023 15:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Montreal nýtti sér ákvæði og framlengdi við Róbert Orra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
CF Montreal í MLS-deildinni tilkynnti í dag að félagið hefði nýtt sér ákvæði í samningi sínum við Róbert Orra Þorkelsson.

Róbert Orri var á samningi sem var að renna út núna um áramótin en í honum var möguleiki fyrir félagið að framlengja. Kanadíska félagið nýtti sérr það og er nú Róbert áfram samningsbundinn.

Róbert er 21 árs örvfættur varnarmaður sem lítið hefur spilað frá komu sinni til Montreal sumarið 2021. Á liðnu tímabili var hann tvisvar í byrjunaliðinu í 38 leikjum. Hann missti af síðustu tólf leikjunum vegna miðsla í nára.

Á tímabilinu í fyrra kom hann ellefu sinnum inn á sem varamaður en var aldrei í byrjunarliðinu og á fyrsta hálfa tímabilinu kom hann ekkert við sögu.

Róbert er U21 landsliðsmaður sem á að baki fimmtán leiki í þeim aldursflokki og fjóra leiki með A-landsliðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner