Willum Þór Willumsson leikmaður Go Ahead Eagles var valinn í lið mánaðarins í hollensku deildinni fyrir frammistöðu sína með liðinu í nóvember.
Liðið vann tvo leiki og gerði jafntefli gegn NEC Nijmegen um síðustu helgi en Willum skoraði þrjú mörk.
Liðsfélagi hans, markvörðurinn Jeffrey De Lange er einnig í liði mánaðarins.
Willum hefur leikið 13 leiki í deildinni skorað fimm mörk og lagt upp eitt.
Kristian Nökkvi Hlynsson og félagar í Ajax hafa átt erfitt uppdráttar á þessu tímabili en fóru taplausir í gegnum nóvembermánuð, þrír sigrar og eitt jafntefli. Steven Bergwijn leikmaður Ajax er fulltrúi liðsins í liði mánaðarins.
Kristian hefur skorað þrjú mörk í átta leikjum en hann skoraði eitt mark í 5-0 sigri Ajax gegn Vitesse um síðustu helgi.
Athugasemdir