Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 02. mars 2021 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Bretar bjóðast til að halda EM í sumar og HM 2030
EM fer fram í sumar
EM fer fram í sumar
Mynd: Getty Images
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlandseyja
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlandseyja
Mynd: Getty Images
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlandseyja, hefur boðist til þess að halda Evrópumótið í sumar en þá eru einnig áform um að halda HM árið 2030.

Evrópumótið átti upphaflega að fara fram síðasta sumar en í fyrsta sinn átti að halda mótið í tólf borgum í tólf löndum í Evrópu. Mótinu var hins vegar frestað eftir útbreiðslu kórónaveirunnar og fer það því fram í sumar.

UEFA hefur þegar ákveðið að mótið fer aðeins fram í einu landi en Rússland er talið vera að leiða kapphlaupið um að halda mótið.

Samkvæmt plani UEFA þá verða undanúrslitin og úrslit mótsins á Wembley í London en Johnson segir að Englendingar séu tilbúnir að halda mótið í heild sinni.

„Við erum að halda mótið. Við verðum með undanúrslitin og úrslitaleikinn. Ef UEFA er með fleiri leiki sem þeir vilja að við höldum utan um þá erum við klárlega til í það en þetta er staðan eins og er," sagði Johnson við Sun.

Bretlandseyjar og Írland vilja halda HM 2030

Johnson ræddi einnig um HM 2030 en Bretlandseyjar og Írland hafa boðist til að halda mótið í sameiningu. Ekki er ákveðið hvar mótið fer fram en það verður tilkynnt árið 2024.

FIFA opnar fyrir skráningu á næsta ári og munu bresk stjórnvöld verja 2,8 milljónum punda í boðið.

„Við viljum endilega fá fótboltann heim árið 2030. Ég er á því að þetta sé rétti staðurinn fyrir það. Þetta er heimavöllur fótboltans og rétta tímasetningin. Það yrði dásamlegt fyrir þjóðina," sagði Johnson ennfremur.

HM fer fram í Katar á næsta ári og þá verður það haldið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026. Bretar lögðu mikla vinnu í að halda HM árið 2018 en fengu aðeins tvö atkvæði frá framkvæmdanefnd FIFA.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner