Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 02. mars 2021 21:10
Aksentije Milisic
England: Jón Daði lék í sigri Milwall - Jökull hélt hreinu
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Milwall sem mætti Preston í ensku Championship deildinni nú í kvöld.

Jón Daði lék 86. mínútur í góðum sigri heimamanna en liðið er nú í tíunda sæti deildarinnar eftir þennan sigur. Preson er í því þrettánda.

Jökull Andrésson var þá í marki Exeter City sem mætti Walsall í League 2 deildinni á Englandi. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og því náði Jökull hreinu laki í kvöld.

Exeter er í níunda sæti deildarinnar og eltir því umspilssætin eins og skugginn.

Þremur öðrum leikjum í Championship deildinni var að ljúka á sama tíma og Milwall-Preston og úrslitin úr þeim leikjum má sjá hér fyrir neðan.

Cardiff City 4 - 0 Derby County
1-0 Leandro Bacuna ('22 )
2-0 Kieffer Moore ('48 )
3-0 Leandro Bacuna ('56 )
4-0 Will Vaulks ('90)

Coventry 1 - 2 Middlesbrough
0-1 Anfernee Dijksteel ('11 , sjálfsmark)
0-2 Grant Hall ('41 )
0-3 George Saville ('87 )

Huddersfield 1 - 1 Birmingham
1-0 Fraizer Campbell ('63 )
1-1 Marc Roberts ('67 )

Millwall 2 - 1 Preston NE
0-1 Ched Evans ('12 )
1-1 Scott Malone ('39 )
2-1 Mason Bennett ('86 )
Athugasemdir
banner
banner