Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   þri 02. mars 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Tímabilið búið hjá Fosu-Mensah - Missir líklega af EM
Timothy Fosu-Mensah, leikmaður Bayer Leverkusen í Þýskalandi, spilar ekki meira með liðinu á þessari leiktíð eftir að hann reif liðbönd í hné í 2-1 tapinu gegn Freiburg á dögunum.

Fosu-Mensah, sem er 23 ára gamall, gekk til liðs við Leverkusen frá Manchester United í janúar en hann hafði spilað með United í fimm ár.

Hann meiddist illa gegn Freiburg á sunnudag og staðfesti Leverkusen í gær að leikmaðurinn verður frá út tímabilið eftir að han reif liðbönd í hné.

Hann mun að öllum líkindum missa af tækifærinu að spila með hollenska landsliðinu á Evrópumótinu í sumar en þetta er í annað sinn á ferlinum sem hann meiðist illa.

Fosu-Mensah meiddist á hné er hann var á láni hjá Fulham frá Man Utd í apríl árið 2019. Hann missti af stórum hluta síðasta tímabils með United vegna meiðslana.
Athugasemdir
banner