Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 02. mars 2021 18:00
Aksentije Milisic
Torino mætti ekki til leiks gegn Lazio í kvöld
Úr leik hjá Torino.
Úr leik hjá Torino.
Mynd: Getty Images
Lazio átti að mæta Torino í ítölsku deildinni í kvöld í Róm en gestirnir frá Tórínó borg mættu ekki til leiks.

Ítalskir fjölmiðlar fjalla nú á fullu um málið en heilbrigðiseftirlitið skipaði Torino að vera í sóttkví til miðnættis vegna kórónuveirusmits í herbúðum liðsins.

Leikur Torino gegn Sassuolo síðasta föstudag var frestað og reglur Serie A deildarinnar segja til um að deildin hafi aðeins einn „frípassa" til að aflýsa leik.

Það er óheppni fyrir Torino liðið að það á leik aftur strax í miðri viku og því hafði félagið ekki tíma til þess að koma hlutunum í lag.

Heilbrigðiseftirlitið hefur áhyggjur af stöðunni vegna þess að Torino er fyrsta liðið á Ítalíu sem hefur greinst með breska afbrigði veirunnar en það smitast mun hraðar og hefur alvarleg áhrif.

Forseti ítalska knattspyrnusambandsins, Gabriele Gravina, segir að ómögulegt hafi verið að spila þennan leik í dag. Lega Serie A, sem er stjórn deildarinnar, var ósammála knattspyrnusambandinu og það neitaði að fresta leiknum.

Þetta mál er ekki eins og málið með Napoli og Juventus fyrr á tímabilinu en þar var ákvörðun tekin þegar leikmennirnir voru mættir á flugvöllinn.

Torino mun fá dæmt 3-0 tap en félagið hefur gefið það út að það muni strax áfrýja þeim dómi. Áhugavert verður að sjá hvert þetta mál leiðir.
Athugasemdir
banner
banner