Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   lau 02. mars 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mbappe fór upp í stúku eftir að hafa verið tekinn af velli
Mynd: EPA

Kylian Mbappe er á förum frá PSG í sumar og Luis Enrique stjóri liðsins er farinn að undirbúa liðið án hans.


Hann var tekinn útaf í hálfleik þegar PSG gerði markalaust jafntefli gegn Monaco í frönsku deildinni í gær en það vakti athygli að hann var mættur upp í stúku og settist hliðina á móður sinni til að fylgjast með seinni hálfleiknum.

Hann hefur fengið minna hlutverk í undanförnum leikjum en eftir sigur liðsins gegn Real Sociedad í Meistaradeildinni byrjaði hann á bekknum gegn Nantes og kom inn á og innsiglaði 2-0 sigur.

Síðan var hann tekinn af velli eftir rúmlega klukkutíma leik í jafntefli gegn Rennes um síðustu helgi. Enrique var spurður út í Mbappe eftir leikinn í gær.

„Ég hef verið lengi í fótboltanum, þú verður að vita það að allt er mikilvægt í svona félagi. Fyrr en síðar munum við spila án Mbappe, við verðum að venjast því," sagði Enrique.


Athugasemdir
banner
banner
banner