Kylian Mbappe er á förum frá PSG í sumar og Luis Enrique stjóri liðsins er farinn að undirbúa liðið án hans.
Hann var tekinn útaf í hálfleik þegar PSG gerði markalaust jafntefli gegn Monaco í frönsku deildinni í gær en það vakti athygli að hann var mættur upp í stúku og settist hliðina á móður sinni til að fylgjast með seinni hálfleiknum.
Hann hefur fengið minna hlutverk í undanförnum leikjum en eftir sigur liðsins gegn Real Sociedad í Meistaradeildinni byrjaði hann á bekknum gegn Nantes og kom inn á og innsiglaði 2-0 sigur.
Síðan var hann tekinn af velli eftir rúmlega klukkutíma leik í jafntefli gegn Rennes um síðustu helgi. Enrique var spurður út í Mbappe eftir leikinn í gær.
„Ég hef verið lengi í fótboltanum, þú verður að vita það að allt er mikilvægt í svona félagi. Fyrr en síðar munum við spila án Mbappe, við verðum að venjast því," sagði Enrique.
Kylian Mbappe was substituted by Luis Enrique at halftime against his former club Monaco and he went to sit with his mother in the stands for the rest of the game. ???? pic.twitter.com/nD24JC5YGg
— Usher Komugisha (@UsherKomugisha) March 1, 2024