Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 02. apríl 2021 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Steini um skapið hjá syninum: Hefur það örugglega frá ömmu sinni
Icelandair
Jón Dagur Þorsteinsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Mynd: Getty Images
Steini þjálfaði lið Þróttar á sínum tíma, einn leik 2006, aðstoðarþjálfari 2007 og 2008 og sem aðalþjálfari seinni hluta sumars 2009. Hér er hann ásamt þeim Jóni Ragnari Jónssyni og Arnljóti Ástvaldssyni.
Steini þjálfaði lið Þróttar á sínum tíma, einn leik 2006, aðstoðarþjálfari 2007 og 2008 og sem aðalþjálfari seinni hluta sumars 2009. Hér er hann ásamt þeim Jóni Ragnari Jónssyni og Arnljóti Ástvaldssyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson var fyrirliði íslenska U21 árs landsliðsins á EM í Ungverjalandi. Hann bar fyrirliðabandið í tveimur fyrstu leikjunum, gegn Rússum og Dönum. Hann var ekki til taks gegn Frökkum í lokaleik riðilsins þar sem hann hafði verið kallaður upp í A-landsliðið ásamt þremur öðrum leikmönnum.

Þorsteinn Halldórsson, kvennalandsliðsþjálfari, er faðir Jóns. Fréttaritari spurði Þorstein út í komandi verkefni kvennalandsliðsins og var hann einnig spurður út í Jón Dag.

Um kvennalandsliðið:
Vildi skoða Karitas í þessu verkefni - Sif í svipaðri stöðu og Gugga

Hvernig var að fylgjast með Jóni Degi á þessu móti?

„Mér fannst hann persónulega koma vel út úr U21 árs mótinu. Hans spilamennska var heilt yfir góð og stóð hann sig vel. Ég held að hann geti verið þokkalega sáttur með sína spilamennsku. Hann kom vel út úr þessu, var sprækur í báðum leikjunum og skilaði sínu vel,“ sagði Steini.

Varstu stoltur að sjá hann leiða íslenska liðið inn á völlinn?

„Maður er alltaf stoltur af börnunum sínum og alltaf stoltur þegar þau spila landsleiki. Það er engin spurning að það gleður að sjá þau uppskera. Alltaf gaman að sjá hann vera fyrirliða og held hann hafi staðið sig mjög vel í því hlutverki í þessari keppni.“

Hann staðfestir að hann sé klár í A-landsliðsskrefið fyrst hann er kallaður upp í miðu verkefni.

„Já, ég held að hann hafi átt það vel skilið. Hann spilaði vel í mótinu og átti vel skilið að fara upp í A-liðið.“

Ertu að sjá miklar framfarir hjá honum milli tímabila?

„Já, hann er í framför, á góðri leið og er búinn að spila heilt yfir vel með AGF í vetur, sérstaklega eftir áramót. Hann er á fínu róli, spilar reglulega og er á góðum stað.“

Það er smá skap í honum. Kemur það frá þér?

„Hann hefur sitt skap,“ sagði Steini og hló. „Kannski eitthvað í gegnum mig, ég veit það ekki. Hann hefur það einhvers staðar frá, hann hefur það örugglega frá ömmu sinni bara,“ sagði Steini.

Sjá einnig:
Myndir: Jón Dagur hraunaði yfir Laursen
Athugasemdir
banner
banner
banner