Man Utd reynir við Branthwaite - Slot hefur áhuga á Watkins - Sesko efstur á blaði Arsenal
   þri 02. apríl 2024 11:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svekktir að missa Pétur - „Er þetta ekki fín lending á endanum?"
Pétur Bjarnason.
Pétur Bjarnason.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Í leik með Fylki á síðasta tímabili.
Í leik með Fylki á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Pétur Bjarnason sneri aftur heim í Vestra í vetur eftir eins árs dvöl í Árbænum hjá Fylki. Hann flutti suður haustið 2022 og gekk í raðir Fylkis í Bestu deildinni þar sem hann spilaði 25 leiki og skoraði sex mörk á síðustu leiktíð.

Pétur var samningsbundinn Fylki en hann lét félagið vita að því að hann ætlaði sér að flytja aftur á Ísafjörð þar sem hann væri kominn með vinnu. Hann var í framtíðarplönum Fylkis eins og Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, sagði í viðtali við Fotbolta.net, en Fylkismenn voru svekktir að missa hann.

Upp kom sérstök staða á milli Fylkis og Vestra og var á tímabili ekki ljóst hvort Pétur myndi spila fótbolta í sumar, en á endanum náðu félögin tvö saman.

Kristján Gylfi Guðmundsson og Þorsteinn Lár Ragnarsson, stuðningsmenn Fylkis, voru í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net í síðustu viku og ræddu þar meðal annars um þessi félagaskipti.

„Það var mjög svekkjandi," sagði Kristján Gylfi um skiptin. „Hann endar mótið frábærlega og er að komast í takt. Á komandi sumri átti hann að vera sóknarmaður númer eitt hjá okkur. Svo koma upp fjölskyldumál og hann flytur vestur. Það er ekkert við því að gera."

„Nei, en við vorum ekki tilbúnir að láta hann fara frítt til samkeppnisaðila okkar. Við höfum þróað hann og eytt peningi í hann. Á endanum náðu aðilar saman," sagði Þorsteinn Lár.

„Ég er ánægður með stjórnina þar, að standa í lappirnar," sagði Kristján Gylfi og tók Þorsteinn undir það. „Er þetta ekki fín lending á endanum? Við fengum það sem við vildum, 'cash money'. Vestri fékk flottan leikmann."
Niðurtalningin - Hverfisstrákarnir úr Árbænum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner