Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 02. maí 2021 19:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Árni kom heim á versta tíma
Árni Vilhjálmsson.
Árni Vilhjálmsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Vilhjálmsson er ekki í byrjunarliði Breiðabliks í fyrsta leik Pepsi Max-deildarinnar.

Breiðablik mætir KR í stórleik fyrstu umferðar. Hægt er að fara í beina textalýsingu frá leiknum hérna.

Árni kom heim úr atvinnumennsku fyrir mót og samdi við Breiðablik. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik, sagði í samtali við Stöð 2 Sport fyrir leikinn að Árni hefði komið heim á versta tíma.

„Árni kom á versta tíma. Nánast sama dag og hann lenti þá skall á æfingabann. Hann á töluvert í land til að spila 90 mínútur. Við þurfum að vera þolinmóðir og gefa honum þann tíma sem hann þarf," sagði Óskar Hrafn.

Jason Daði Svanþórsson, sem kom frá Aftureldingu, er í byrjunarliði Blika en hann hefur verið mjög öflugur á undirbúningstímabilinu.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum.
Athugasemdir