Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 02. maí 2021 13:40
Victor Pálsson
Mikil mótmæli á Old Trafford - Stuðningsmenn komnir á grasið
Mynd: Getty Images
Það eru mótmæli í gangi á Old Trafford þessa stundina fyrir stórleik Manchester United og Liverpool sem á að hefjast 15:30.

Eins og frægt er þá eru stuðningsmenn Man Utd ósáttir við eigendur félagsins eða Glazers fjölskylduna og vilja sjá félagið selt.

Margir stuðningsmenn brutust inn á Old Trafford í dag og er búið að kveikja í blysum og fleiru.

Það er talað um að leiknum verði mögulega frestað en það verður að koma í ljós þegar nær dregur.

Glazer fjölskyldan er alls ekki vinsæl í Manchester og er hún reglulega sökuð um mikla græðgi. Flestir stuðningsmenn Rauðu Djöflana vilja því sjá hana burt.

Eins og staðan er þá gengur brösuglega að stöðva mótmæli stuðningsmannana.

Mótmælin má sjá hér fyrir neðan.









Athugasemdir
banner
banner