Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 02. maí 2021 22:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þessi Íslendingur er fáránlega góður"
Mynd: Getty Images
Á morgun gæti Hákon Arnar Haraldsson spilaði sinn fyrsta keppnisleik með aðalliði FC Kaupmannahafnar, stærsta félagi Danmerkur.

Hákon, sem er 18 ára, gekk til liðs við FCK árið 2019 en hann er uppalinn hjá ÍA á Akranesi. Hann hefur verið að standa sig frábærlega með unglingaliðum félagsins, rétt eins og Orri Steinn Óskarsson hefur verið að gera.

FCK er stærsta félag Danmerkur en liðið er þessa stundina í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.

Íþróttablaðamaðurinn Rasmus Eghøje greinir frá því á Twitter að hann sé gríðarlega spenntur fyrir því að sjá Hákon með aðalliðinu.

„Til allra ykkar sem sögðuð við mig að Hákon Haraldsson myndi ekki vera í aðalliðshópnum í ár, skammist ykkar. Þið megið vera spennt ef hann kemur inn á völlinn. Þessi Íslendingur er fáránlega góður. Þið sem hafið fylgt honum eftir vitið hvað hann getur," skrifaði sá danski í kvöld.

Hægt er að lesa viðtal við Hákon með því að smella hérna.


Athugasemdir
banner
banner