Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 02. júní 2020 15:50
Fótbolti.net
Koma Dion færir Þrótt ekki ofar í spánni
Dion Acoff er kominn í Þrótt.
Dion Acoff er kominn í Þrótt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dion býr yfir miklum hraða.
Dion býr yfir miklum hraða.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Í hlaðvarpsþættinum Niðurtalningin var hitað upp fyrir 1. deild karla, Lengjudeildina.

Baldvin Már Borgarsson opinberaði þar spá sína fyrir tímabilið en hann setti saman ótímabæra spá í lok febrúar. Þá var Þrótti spáð 10. sæti en liðið færist ekki ofar í spánni þrátt fyrir að hafa tryggt sér Dion Acoff.

„Það sem ég hef séð af Þrótturum heillar mig ekki neitt. Mér finnst þetta leiðinlegur fótbolti og lítið að frétta," segir Baldvin Már.

„Þetta eru risafréttir með Dion. Þróttur bjargar sér frá falli í lokaumferð í fyrra og er spáð aftur í neðri hlutann. Að fá leikmann eins og Dion sem var frábær með Þrótti síðast og býr náttúrulega yfir geysilegum hraða. Hvernig endar þessi leikmaður í Þrótti í dag?" spyr Elvar Geir Magnússon.

„Það er erfitt að segja. Er þetta ekki Covid að hafa áhrif? Dion er kannski ekki að fá tilboð sem hann hefði annars fengið. Þá leitar hann kannski í eitthvað sem hann þekkir," segir Baldvin.

Í þættinum kom fram að Grindvíkingar hafi verið í viðræðum um Dion áður en faraldurinn braust út.

„Þróttur verður pottþétt betri en Magni og Leiknir (Fáskrúðsfirði). Deildin er frekar sterk en með varnarskipulagi Gunna Guðmunds og hraða Dion gæti Þróttur náð í einhver stig," segir Baldvin og Elvar bætir við:

„Það er ótrúlega sterkt vopn fyrir Þróttara að fá Dion. Gunnar Guðmunds er þekktur fyrir sinn þýska varnarleik og svo ertu allt í einu kominn með 'pílu' þarna fram."

„Ég hef heyrt verri hugmyndir en að hafa hraða Dion Acoff þegar lið ætlar að liggja til baka og þruma fram," segir Baldvin.

Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Niðurtalningin - Spá fyrir Lengjudeildina og þjálfari Fram
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner