Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
banner
   fös 02. júní 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Simeone ræðir Joao Felix - „Ég get unnið með honum“
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, nýr stjóri Chelsea, vill ekki halda Joao Felix áfram hjá félaginu.

Felix gekk til liðs við Chelsea á láni frá Chelsea í janúar en hann er ekki með klásúlu í lánssamningnum.

Pochettino tók við Chelsea á dögunum og hefur hann þegar tekið ákvörðun varðandi framtíð Felix.

Hann vill ekki halda honum en þetta segir Diego Simeone, þjálfari Atlético, í viðtali við Cope.

„Við eigum Joao. Ef Chelsea vill ekki kaupa hann sem virðist vera ákvörðun Pochettino, þá mun hann snúa aftur til félagsins og vera hluti af liðinu okkar. Ég get unnið með honum og það er ekkert vandamál okkar á milli,“ sagði Simeone.

Barcelona hefur áhuga á Joao Felix en Simeone segir hann henta þeirra leikstíl.

„Við verðum að sjá ef tilboðið er fjárhagslega gott fyrir klúbbinn. Það er það mikilvægasta. Miðað við hvernig Barcelona spilar þá yrði hann mikilvægur leikmaður fyrir félagið,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner