Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fim 02. júlí 2020 22:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterling: Vildum eiga góðan leik gegn þeim
„Þeir (Liverpool) hafa verið magnaðir allt tímabilið. Við vildum eiga góðan leik gegn þeim," sagði Raheem Sterling, leikmaður Manchester City og fyrrum leikmaður Liverpool, eftir 4-0 sigur í kvöld

Sterling átti flottan leik og var skotskónum í fyrri hálfleik. Það var þá brotið af honum í vítaspyrnunni sem braut ísinn í leiknum.

„Við erum byrjaðir að undirbúa okkur fyrir næsta tímabil. Við gerðum flotta hluti."

Manchester City er 20 stigum á eftir Englandsmeisturum Liverpool.

„Þetta er lið sem er að þróast og breytast. Þið sjáið hvað Phil (Foden) er þroskaður miðað við aldur. Ég held að við munum eiga flotta leikmenn í framtíðinni."
Athugasemdir
banner