Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 02. ágúst 2020 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Eddie Newton ráðinn sem knattspyrnustjóri Trabzonspor (Staðfest)
Newton byrjar stjóraferilinn í Tyrklandi.
Newton byrjar stjóraferilinn í Tyrklandi.
Mynd: Getty Images
Eddie Newton, fyrrum leikmaður, njósnari og aðstoðarþjálfari Chelsea, hefur verið ráðinn sem knattspyrnustjóri tyrkneska félagsins Trabzonspor.

Newton er 48 ára gamall og lék yfir 200 leiki á tíma sínum hjá Chelsea, sem varði frá 1990 til 1999. Eftir ferilinn sem atvinnumaður starfaði Newton sem aðstoðarþjálfari hjá MK Dons og West Brom áður en hann var ráðinn til Chelsea.

Hjá Chelsea sinnti hann ýmsum störfum, meðal annars sem njósnari og aðstoðarþjálfari, en þegar Frank Lampard tók við stjórnartaumunum gerði hann Newton aftur að aðstoðarþjálfara.

Newton hætti þó hjá Chelsea til að skipta yfir til Trabzonspor í febrúar, þar sem honum var boðið starf aðstoðarþjálfara. Hann fékk tækifæri til að stýra liðinu tímabundið eftir brottrekstur Hüseyin Çimşir. Liðið gerði góða hluti undir stjórn Newton og vann tyrkneska bikarinn eftir Covid hlé. Því hefur félagið ákveðið að ráða hann sem stjóra.

Trabzonspor endaði í öðru sæti tyrknesku deildarinnar, fjórum stigum eftir toppliði Basaksehir, með 65 stig úr 34 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner