Sóknarmaðurinn Markús Máni Jónsson er mættur til Ægis frá Víði í Garði.
Markús er fæddur árið 2002 og uppalinn í Fylki en hann hefur líka spilað með Árbæ, Elliða, Þrótti V. og nú síðast Víði.
Hann á 42 mörk í 107 KSÍ-leikjum en hann skoraði 22 mörk í öllum keppnum árið 2022 og 10 mörk á nýafstöðnu tímabili.
Markús hefur æft með liðinu í haust og hefur nú samið um að leika með liðinu næsta sumar.
Framherjinn hefur ekki langt að sækja fótboltahæfileikana en hann er sonur Jóns Þóris Sveinssonar, fyrrum leikmanns og þjálfara Fram, sem varð þrisvar Íslandsmeistari og þrisvar bikarmeistari með þeim bláu.
Athugasemdir



