Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
   fös 26. desember 2025 12:00
Brynjar Ingi Erluson
Ráðleggur Palmer að hunsa Real Madrid
Cole Palmer
Cole Palmer
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Frank Leboeuf, fyrrum leikmaður Chelsea og franska landsliðsins, hefur ráðlagt Cole Palmer að hunsa áhuga frá Real Madrid.

Palmer er lykilmaður í Chelsea-liðinu og verið síðan hann kom til félagsins frá Manchester City fyrir tveimur árum.

Hann fékk engan spiltíma hjá Man City en blómstraði hjá Chelsea og er nú einn eftirsóttasti leikmaður heims.

Leboeuf, sem lék með Chelsea frá 1996 til 2001, segir Palmer að hugsa sig tvisvar um áður en hann tekur ákvörðun um framtíð sína.

„Ef þú ert Cole Palmer værir þú til í að spila fyrir Real Madrid? Hvar ætlarðu að spila? Jude Bellingham er þarna og svo margir aðrir. Þú verður að taka rétta ákvörðun og hugsa þig tvisvar um.“

„Okei, þú vil vera hjá besta félagi heims og kannski er það Real Madrid. En þú vilt spila. ekki vera á bekknum. Þetta er glórulaust.“

„Það var talað um að Wirtz færi til Bayern á síðasta tímabili, en Musiala var þar. Þú getur ekki spilað með Musiala og Wirtz nema þú setjir Wirtz á vinstri sem er einnig mögulegt, en það var rétt hjá Wirtz að fara til Liverpool. Það gat enginn séð fyrir að hann yrði í vandræðum, eins og staðan er núna.“

„Cole Palmer hefur átt tveggja ára feril. Man City vildi ekki halda honum, en hann kom á óvart. Þetta er frábær leikmaður, en hægðu aðeins á þér. Þú spilar fyrir Chelsea og getur grætt heilmikið á því. Það er aldrei að vita nema þú sért hjá rétta félaginu og kannski mun eitthvað gerast hjá Chelsea.“

„Hvern hefði grunað að Frank Lampard hefði átt þann feril sem hann átti þegar hann kom til Chelsea? Maður bjóst við einhverju, en ekki þessu. Ég man þegar ég var hjá Chelsea árið 1999 og Real Madrid hringdi í mig. Ég sagði við þá að ég ætlaði að vera áfram hjá Chelsea og ég elskaði félagið. Fótboltinn var frábær, stuðningsmennirnir og allt félagið. Af hverju ætti ég að fara til Real Madrid? Ég veit hvað ég er með og hvað ég myndi fá. Þannig ég segi enn og aftur: Hugsaðu þig tvisvar um!“

„Ef þú vilt frægðina þá er kannski betra að fara til Real Madrid, en ég er ekki einu sinni viss um það lengur. Real Madrid er ekki langbesta liðið í augnablikinu. Kannski koma þeir til baka því þetta er stórt félag, en ekki í augnablikinu. Við erum að tala um söguna, ekki það sem er að gerast í núinu,“
sagði Leboeuf.
Athugasemdir
banner
banner
banner