Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
banner
   fös 26. desember 2025 16:11
Brynjar Ingi Erluson
Salah jafnaði Drogba
Mo Salah kom Egyptum í 1-0 og jafnaði Drogba í leiðinni
Mo Salah kom Egyptum í 1-0 og jafnaði Drogba í leiðinni
Mynd: EPA
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool og egypska landsliðsins, jafnaði Fílabeinsstrendinginn Didier Drogba í mörkum er hann kom Egyptum í 1-0 gegn Suður-Afríku í Afrikukeppninni í dag.

Salah fiskaði vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks er varnarmaður Suður-Afríku sló í andlitið á honum. Salah skoraði af miklu öryggi úr spyrnunni sem var hans 65. landsliðsmark.

Hann er nú búinn að jafna Didier Drogba í 4. sæti sem markahæstu leikmenn Afríku.

Aðeins þrír Afríkumenn hafa skorað fleiri landsliðsmörk. Godfrey Chitalu skoraði 79 mörk með Sambíu, Kinnah Phiri gerði 71 mark með Malaví og þá skoraði Hossam Hassan 69 mörk á mögnuðum 21 árs landsliðsferli sínum með Egyptum.




Athugasemdir
banner
banner