Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
banner
   lau 27. desember 2025 15:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guehi klárar tímabilið hjá Crystal Palace
Mynd: EPA
Búist er við því að Marc Guehi muni klára tímabilið með Crystal Palace og yfirgefa félagið þegar samningurinn rennur út næsta sumar.

Mörg stórlið hafa áhuga á honum en hann getur rætt við félög utan Englands strax í janúar. Bayern, Real Madrid, Barcelona, Atletico og Inter Milan eru meðal félaga sem hafa áhuga.

Liverpool og Man City eru meðal félaga á Englandi sem hafa áhuga.

Hann var nálægt því að ganga til liðs við Liverpool síðasta sumar fyrri 35 milljónir punda en ekkert varð úr því þar sem Palace nældi ekki í mann í hans stað.
Athugasemdir
banner