Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
banner
   fös 26. desember 2025 17:08
Brynjar Ingi Erluson
Afríkukeppnin: Salah skaut Egyptum í 16-liða úrslit - Umdeilt atvik undir lokin
Egyptar eru komnir áfram í 16-liða úrslit
Egyptar eru komnir áfram í 16-liða úrslit
Mynd: EPA
Egyptaland 1 - 0 Suður-Afríka
1-0 Mohamed Salah ('45, víti )
Rautt spjald: Mohamed Hany (Egyptaland, '45)

Sigursælasta þjóð í sögu Afríkukeppninnar, Egyptaland, er komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar eftir að hafa unnið Suður-Afríku, 1-0, í Agadir í Marokkó í dag.

Mohamed Salah, aðalstjarna Egypta, skoraði sigurmarkið undir lok fyrri hálfleiks. Hann fiskaði vítaspyrnu er varnarmaður Suður-Afríku sló hann í andlitið.

Salah var öryggið uppmálað á punktinum og kom Egyptum í forystu en aðeins nokkrum mínútum síðar var nafni hans og liðsfélagi, Mohamed Hany, rekinn af velli með sitt annað gula spjald.

Þetta neyddi Egypta í breytingar í hálfleik og var það Omar Marmoush, leikmaður Man City, sem var tekinn af velli og miðjumaðurinn Emam Ashour settur inn á í staðinn.

Suður-Afríkumenn vildu fá vítaspyrnu undir lok leiks er boltanum var skotið í höndina á varnarmanni Egypta en ekkert var dæmt þrátt fyrir skoðun VAR. Það var kannski skiljanlegt að Suður-Afríkumenn hafi verið brjálaðir enda virtist þetta klárt víti. Mynd af því má sjá neðst í fréttinni en dómarinn dæmdi aukaspyrnu í stað vítaspyrnu þegar leikmaðurinn virðist snerta boltann innan teigs.

Tíu leikmenn Egypta stálheppnir. Þeir héldu út og eru komnir áfram í 16-liða úrslitin og geta því leyft sér að hvíla lykilmenn þegar þeir mæta Angóla í lokaumferðinni.


Athugasemdir
banner