Milan 3 - 0 Verona
1-0 Christian Pulisic ('45+1 )
2-0 Christopher Nkunku ('48 , víti)
3-0 Christopher Nkunku ('53 )
1-0 Christian Pulisic ('45+1 )
2-0 Christopher Nkunku ('48 , víti)
3-0 Christopher Nkunku ('53 )
AC Milan er komið á topp ítölsku deildarinnar í bili eftir þægilegan sigur á heimavelli gegn Hellas Verona í dag.
Christian Pulisic og Christopher Nkunku, fyrrum leikmenn Chelsea, byrjuðu í fremstu víglínu og skoruðu öll mörk leiksins.
Pulisic skoraði fyrsta markið eftir hornspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks og innsiglaði Nkunku sigurinn með tvennu í upphafi síðari hálfleiks.
Nkunku skoraði fyrst úr vítaspyrnu, fimm mínútum áður en hann kláraði leikinn. Lokatölur 3-0.
Milan er með 35 stig eftir 16 umferðir, tveimur stigum meira heldur en nágrannarnir í stórveldi Inter sem heimsækja Atalanta í kvöld.
Verona er í fallsæti með 12 stig eftir 16 umferðir.
Athugasemdir



