Enska úrvalsdeildarfélagið Bournemouth er að íhuga að selja argentínska miðvörðinn Marcos Senesi í janúarglugganum en hann rennur út á samningi næsta sumar.
Senesi er orðinn aðalmaðurinn í vörn Bournemouth eftir að félagið seldi Dean Huijsen og Ilia Zabarnyi síðasta sumar til Real Madrid og Paris Saint-Germain.
Bournemouth vill ekki missa Senesi frítt næsta sumar og gæti því verið reiðubúið að setjast niður með öðrum félögum varðandi mögulega sölu í janúar.
Atlético Madríd, Barcelona og Juventus hafa öll áhuga á Argentínumanninum sem kom til Bournemouth frá Feyenoord fyrir þremur árum.
Hann á 2 A-landsleiki með Argentínu og kemur vel til greina í landsliðshópinn sem fer á HM næsta sumar.
Ef félagið ákveður að selja mun það líklegast missa tvo lykilmenn í glugganum en Antoine Semenyo er sagður á leið til Manchester City. Hann er með 65 milljóna punda klásúlu í samningi sínum, en talið er að Man City gangi frá kaupunum á næstu dögum.
Athugasemdir


