Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
   lau 27. desember 2025 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Havertz að snúa aftur eftir fjögurra mánaða fjarveru
Mynd: EPA
Þýski sóknartengiliðurinn Kai Havertz er að snúa aftur hjá Arsenal en Mikel Arteta, stjóri félagsins, segir aðeins nokkra daga í hann.

Havertz hefur verið á hliðarlínunni í marga mánuði og þurft að glíma við bakslög í endurhæfingunni.

Hann er nú að verða klár í slaginn en verður að vísu ekki með gegn Brighton í dag.

Arteta segir mjög stutt í að hann mæti aftur í hópinn og gæti hann jafnvel verið með þegar Arsenal mætir Aston Villa á þriðjudag.

„Það eru bara einhverjir dagar, ekki vikur. Sjáum hvernig hann bregst við næstu skrefum. Kai er leikmaður sem hefur verið sárt saknað og leikmaður sem kemur liðinu í aðra vídd,“ sagði Arteta.
Athugasemdir
banner
banner