Crystal Palace 0 - 1 Tottenham
0-1 Archie Gray ('42 )
0-1 Archie Gray ('42 )
Crystal Palace fékk Tottenham í heimsókn í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.
Crystal Palace menn vildu sjá rautt spjald fara á loft eftir aðeins fimm mínútna leik þegar Kevin Danso braut á Justin Devenny þegar hann var við það að sleppa í gegn en gult spjald fór á loft.
Richarlison skoraði eftir rúmlega stundafjórðung eftir sendingu frá Pedro Porro en Lucas Bergvall var dæmdur rangstæður í aðdragandanum.
Crystal Palace fékk góð færi til að komast yfir en Tottenham náði forystunni undir lok fyrri hálfleiks. Richarlison flikkaði boltanum á Archie Gray sem skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu. Hans fyrsta mark fyrir liðið.
Devenny fékk dauðafæri til að jafna metin snemma í seinni hálfleik en skaut hátt yfir af stuttu færi.
Þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma virtist Richarlison vera að innsigla sigur Tottenham en aftur var mark dæmt af honum vegna rangstöðu.
Wilson Odobet fékk færi undir lokin en skaut viðstöðulaust í stöngina eftir undirbúning Richarlison. Það kom ekki að sök þar sem Tottenham fór með sigur af hólmi.
Tottenham er komið aftur á sigurbraut eftir tvö töp í röð. Liðið er í 11. sæti með 25 stig, stigi á eftir Crystal Palace sem er í 9. sæti.
Athugasemdir

