Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
banner
   lau 27. desember 2025 17:38
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Vísir 
Arnar Viðars ráðinn til FIFA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson, sem var landsliðsþjálfari Íslands í tvö og hálft ár hefur verið ráðinn til starfa hjá Alþjóðafótboltasambandinu FIFA.

Þar mun hann starfa sem frammistöðusérfræðingur undir leiðsögn Arséne Wenger. Vísir hefur þetta eftir belgíska miðlinum Sporza. Wenger starfar sem yfirmaður þróunarmála hjá FIFA.

Arnar Þór starfaði síðast sem tæknistjóri hjá Gent í Belgíu en hann hefur einnig gegnt störfum hjá Cercle Brugge og Lokeren, auk þess að hafa þjálfað íslenska U21 landsliðið áður en hann tók við A-landsliðinu. Þá starfaði Arnar einnig sem yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ um tíma.

„Ég er himinlifandi að hafa fengið þetta starf. Ég hafði verið með augun á því síðan ég var yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ en mig skorti reynslu þá. Eftir að hafa yfirgefið Gent ræddi ég möguleika á stjórnunarstöðu eða þjálfarastöðu við einhver lið en ákvað að gera það sem mig virkilega langaði til,“ sagði Arnar í samtali við Sporza.

„Ég er ekki með númerið hans ennþá en hann er klárlega með mitt. Við þurfum að ræða ýmis mál og munum eflaust eiga nokkra fundi."
Athugasemdir