Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
banner
   fim 25. desember 2025 15:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Onana: Er að upplifa besta tíma lífsins
Mynd: EPA
Andre Onana hefur gefið í skyn að hann vilji vera áfram hjá tyrkneska félaginu Trabzonspor en hann er á láni frá Man Utd.

Onana var ekki í náðinni hjá Ruben Amorim en hann spilaði einn af fyrstu fjórum leikjunum á tímabilinu áður en hann var lánaður til Tyrklands.

„Ég er mjög ánægður. Ég er að upplifa besta tíma lífsins. Ég get ekki kvartað," sagði Onana.

„Stundum er keyrt fyrir mig og spurt um mynd. Ég hugsa: 'Já en við getum gert það öðruvísi.' Fólk er ánægt þegar það sér mig og ég líka. Ég elska fólkið og elska þessa tilfinningu. Þau eru mjög ástríðufull, það er erfitt að útskýra það ef þú ert ekki hérna."

„Þetta hefur verið fullkominn tími. Ég er ánægður, öðruvísi lífstíll en frábær."
Athugasemdir
banner