Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
   sun 28. desember 2025 13:17
Ívan Guðjón Baldursson
Kominn til sænsku meistaranna eftir að hafa hafnað Víkingi
Mynd: Mjallby AIF / Mjällby AIF
Færeyski kantmaðurinn Áki Samuelsen er búinn að skrifa undir fimm ára samning við sænsku meistarana í Mjällby AIF.

Áki, 21 árs, er gríðarlega efnilegur leikmaður og gengur til liðs við Mjällby eftir eitt ár hjá Ranheim í norsku B-deildinni.

Hann skoraði 11 mörk og gaf 11 stoðsendingar í 34 leikjum með Ranheim og vakti mikla athygli á sér. Hann gekk til liðs við Ranheim í fyrra eftir að hafa hafnað Víkingi R. Bæði Víkingur og Ranheim fengu kauptilboð samþykkt hjá HB Þórshöfn en Færeyingurinn valdi norska boltann.

Áki er U21 landsliðsmaður Færeyja og skoraði í sigri gegn Íslandi í haust.


Athugasemdir
banner
banner