Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
banner
   fim 25. desember 2025 19:00
Brynjar Ingi Erluson
VAR bilaði á ögurstundu - „Verðskulduðum ekki að tapa leiknum“
VAR-skjárinn bilaði þegar dómarinn var að athuga með mögulegt víti
VAR-skjárinn bilaði þegar dómarinn var að athuga með mögulegt víti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tæknin brást er Lýðveldi Kongó marði 1-0 sigur á Benín í Afríkukeppninni á dögunum.

Theo Bongonda skoraði eina mark leiksins snemma í leiknum og þá var eitt mark Kongó-manna dæmt af vegna rangstöðu.

Síðar í leiknum kom upp sérstakt atvik er Benín vildi fá vítaspyrnu á Chencel Mbemba sem var talinn af handleikið boltann, en þá komu upp tæknilegir örðuleikar.

Dómarinn var sendur að VAR-skjánum til þess að skoða atvikið, en VAR bilaði og gat hann því ekki dæmt um það hvort Benín ætti að fá vítaspyrnu eða ekki.

Það fór svo að engin vítaspyrna var dæmd og höfðu Kongó-menn 1-0 sigur.

„Við urðum vitni að mjög góðum fótboltaleik en við verðskulduðum ekki að tapa. Liðið fyllti mig af stolti. Við verðum núna að undirbúa okkur vel fyrir leikinn gegn Botswana en þar munum við fá marga leikmenn sem voru í banni til baka,“ sagði Gernot Rohr, þjálfari Benín eftir leikinn.




Athugasemdir
banner