Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
   sun 28. desember 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ótrúlega heppinn að sleppa með gult í enska boltanum
Mynd: EPA
Middlesbrough gerði markalaust jafntefli við Blackburn Rovers á annan í jólum en heimamenn voru heppnir að klára leikinn með tíu leikmenn á vellinum.

Liðin áttust við í Championship deildinni þar sem Middlesbrough er í toppbaráttu á meðan Blackburn er í fallbaráttu.

Blackburn hafði verið örlítið sterkara liðið í þessum slag og var hinn eftirsótti Hayden Hackney, sem hefur meðal annars verið orðaður við Everton, orðinn pirraður á lokamínútunum.

Hann tapaði kapphlaupi við andstæðing sinn þar sem dómarinn hefur mögulega haft áhrif á hlaupaleiðina hjá Hackney, sem brást illa við. Í stað þess að halda áfram að elta boltann tók Hackney upp á því að sparka eins og fast og hann gat í andstæðinginn. Þetta vakti hörð viðbrögð meðal leikmanna Blackburn en þrátt fyrir öngþveitið fékk Hackney aðeins að líta gult spjald. Atvikið má sjá hér fyrir neðan.

Hackney er 23 ára gamall og var mikilvægur hlekkur í U21 landsliði Englands.

Middlesbrough's Hayden Hackney received a yellow card for this challenge on Blackburn's Taylor Gardner-Hickman.
byu/Cinn4monSynonym insoccer

Athugasemdir
banner
banner