Ítalski stjórinn Enzo Maresca segir að hann væri ekki til í að fá Morgan Rogers frá Aston Villa ef það þýddi það að Cole Palmer færi í hina áttina.
Chelsea og Aston Villa eigast við á laugardag og er ljóst að báðir leikmenn verða í sviðsljósinu.
Rogers er að leika á als oddi með Villa-mönnum og þá er Palmer, sem hefur verið í lykilhlutverki hjá Chelsea, að ná sér eftir erfið meiðsli.
Hann myndi þó ekki skipta á þessum leikmönnum ef það stæði til boða.
„Nei, því ég elska Cole og hann er minn leikmaður,“ sagði Maresca.
„Þetta eru tveir frábærir leikmenn. Þeir verða mikilvægir í leiknum, en báðir þurfa stuðning frá annarri 'tíu' til að hjálpa þeim í að gera réttu hlutina. Þetta snýst um Morgan og um Cole, en líka um liðin,“ sagði hann um leikmennina tvo.
Athugasemdir



