Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace á Englandi, ætlar ekki að framlengja við félagið og mun því yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út í lok tímabils. Þetta segir Fabrizio Romano á X.
Glasner tók við Palace á síðasta ári og gerði liðið að bikarmeisturum í vor.
Hann hefur náð ótrúlegum árangri á stuttum tíma og veitt stærstu liðunum mikla samkeppni.
Samningur hans við Palace rennur út eftir tímabilið og hefur hann sjálfur sagt að hann ætli að setjast niður með stjórninni og ræða framhaldið á næstu mánuðum en Romano fullyrðir að hann verði ekki áfram.
Hann segir Glasner ekki hafa áhuga á því að framlengja dvöl sína en hann hefur verið orðaður við stærri lið undanfarna mánuði, þar á meðal Liverpool og Manchester United.
Athugasemdir



