Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
   fim 25. desember 2025 21:00
Brynjar Ingi Erluson
Botnlið Wolves á hraðasta leikmann deildarinnar
Jackson Tchatchoua er hraðasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili
Jackson Tchatchoua er hraðasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili
Mynd: EPA
Bryan Mbeumo er með þeim fljótustu
Bryan Mbeumo er með þeim fljótustu
Mynd: EPA
Wolves er á botninum í ensku úrvalsdeildinni en þeir geta þó huggað sig við það að eiga hraðasta leikmann deildarinnar. Þetta kemur fram í frétt Daily Mail sem tók saman topp ellefu lista af hröðustu leikmönnunum á þessu tímabili.

Michael Owen og Ryan Giggs voru einhverjir fljótustu leikmenn tíunda áratugarins á meðan Cristiano Ronaldo og Thierry Henry voru ógnandi með hraða sínum snemma á 21. öldinni.

Frá 2010 hafa þetta verið leikmenn á borð við Gareth Bale og Kyle Walker, en það eru aðeins fjórir leikmenn frá þessum svokölluðu 'topp sex' liðum á Englandi á listanum í ár.

Jackson Tchatchoua, bakvörður Wolves, er sá hraðasti til þessa en hann hefur verið mældur á 37,34 km/h. Það er svakalegur hraði, en heimsmetið er í eigu Usain Bolt sem hljóp á 44,7 km/h á HM í frjálsum árið 2009.

Annar á listanum er Destiny Udogie, bakvörður Tottenham, sem hljóp á 36,37 km/h og kemur Bryan Mbeumo, leikmaður Manchester United, rétt á eftir honum með 36,34 km/h.

Listann í heild sinni má sjá hér fyrir neðan en Newcastle á þrjá fulltrúa á honum. Það vekur athygli að Micky van de Ven, leikmaður Tottenham, er ekki á listanum þrátt fyrir að hafa verið einn fljótasti leikmaður deildarinnar á árunum á undan og þá er Erling Braut Haaland ekki heldur þar.

1. Jackson Tchatchoua (Wolves) – 37.34 km/h
2. Destiny Udogie (Tottenham) – 36.37 km/h
3. Bryan Mbeumo (Man Utd) – 36.34 km/h
4. Pedro Neto (Chelsea) – 36.32 km/h
5. Anthony Gordon (Newcastle) – 36.26 km/h
6. Daniel James (Leeds) – 36.13 km/h
7. Yankuba Minteh (Brighton) – 36.11 km/h
8. Anthony Elanga (Newacstle) – 35.98 km/h
9. Nico O'Reilly (Man City) – 35.98 km/h
10. Kevin (Fulham) – 35.95 km/h
10. William Osula (Newcastle) – 35.95 km/h
Athugasemdir
banner
banner
banner